
Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor í Sambandsdeildinni á fimmtudag og að óbreyttu verður töluverður kuldi á vellinum.
Miðað við spá Veðurstofu Íslands verður hitastig 1 gráða um það leyti sem leikurinn hefst og verða 10 metrar á sekúndu.
Blikar eru aðeins með 1 stig eftir þrjá leiki í Sambandsdeildinni en Samsunspor, með íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson innanborðs, hefur farið á kostum og er með fullt hús stiga á toppnum.
Leikurinn hefst klukkan 20 og fer fram á Laugardalsvelli, þar sem Blikar mega ekki spila á Kópavogsvelli á þessu stigi keppninnar.