
Xabi Alonso stjóri Real Madrid er ánægður með samband sitt við leikmenn þrátt fyrir fréttir um ósætti með hann í búningsklefanum.
Töluvert hefur verið skrifað um að nokkrar af stjörnum Real Madrid séu ekki á bandi Alonso, sem tók við af Carlo Ancelotti í sumar.
„Samband mitt við leikmenn er að vera sterkara með hverjum deginum sem líður,“ segir Alonso hins vegar.
Real Madrid er á toppi La Liga með eins stigs forystu á Barcelona. Liðið hefur þó verið í vandræðum undanfarnar vikur. Hefur það gert jafntefli við Elche og Rayo Vallecano í síðustu leikjum, en þeir fylgdu á eftir tapi gegn Liverpool í Meistaradeildinni.
„Við erum ekki ánægðir með stöðuna en við verðum að horfa fram á við. Það eru margir leikir eftir,“ segir Alonso.