
Lionel Messi var allt í öllu fyrir Inter Miami gegn Cincinatti í MLS-deildinni vestan hafs seint í gærkvöldi.
Inter Miami vann 0-4 sigur í leiknum og hinn 38 ára gamli Messi kom að öllum mörkunum. Argentínumaðurinn skoraði það fyrsta og lagði svo upp hin þrjú.
Einkunnagjöf á helstu síðum hefur verið í takt við það, en fær Messi þar annað hvort 10 eða allt að því.
Um var að ræða leik í 8-liða úrslitum umspilsins. Inter Miami er því komið í undanúrslit, þar sem andstæðingurinn verður New York City á laugardagskvöld.