

Stuðningsmaður Þróttar vann 11,6 milljónir króna fyrir að vera með alla 13 leikina á enska getraunaseðlinum rétta á laugardag.
Tilkynning Íslenskra getrauna
Glúrinn tippari var með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær rétt tæpar 11.6 milljónir króna í sinn hlut.
Tipparinn keypti sparnaðarkerfi S-0-10-128 sem gerði honum kleift að tvítryggja 10 leiki og setja eitt merki á 3 leiki. Tipparinn keypti þannig 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur.
Tipparinn styður Þrótt í Reykjavík.
Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn.