
Íslenskir dómarar verða að störfum í Unglingadeild UEFA á leik Dynamo Kiev og Hibernian á miðvikudag.
Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn. Honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs.
Leikurinn hefst klukkan 12 á hádegi á miðvikudag og fer fram í Póllandi.