
Liverpool eru aftur komnir í kjörstöðu til að landa enska landsliðsmiðverðinum Marc Guehi frá Crystal Palace í janúarglugganum.
Frá þessu greinir Sacha Tavolieri í svissnesku útgáfunni af Sky Sport, en Liverpool var auðvitað afar nálægt því að landa Guehi í sumar áður en félag hans, Crystal Palace, hætti við á síðustu stundu.
Guehi verður samningslaus næsta sumar og skoðar Palace það að selja hann í janúar til að missa hann ekki frítt þegar þar að kemur.
Bayern Munchen og Real Madrid hafa einnig slegist í kapphlaupið um Guehi undanfarnar vikur og má hann semja við félög utan Englands eftir áramót.
Þrátt fyrir það leiðir Liverpool nú kapphlaupið um hann ef marka má Tavolieri.