fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Arnór Ingvi á leið heim?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. nóvember 2025 07:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflvíkingar vilja fá Arnór Ingva Traustason í sínar raðir fyrir átökin í Bestu deildinni næsta sumar.

Ragnar Bragi Sveinsson segir frá þessu í hlaðvarpinu Dr. Football. Arnór er uppalinn í Keflavík og hefur átt glæsilegan feril í atvinnumennsku og með landsiðinu. Þetta yrði því afar metnaðarfullt skref fyrir nýliðanna.

Hinn 32 Arnór er í dag á mála hjá Norrköping í Svíþjóð, hvar hann hefur leikið stóran hluta ferils síns. Liðið er í vandræðum og á leið niður í B-deild, nema því takist að framkvæma ótrúlegan viðsnúning í fallumspilinu um næstu helgi.

Arnór hefur á ferlinum einnig leikið í Bandaríkjunum, Austurríki, Grikklandi og Noregi, auk þess sem hann á að baki 67 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Keflavík hafnaði í fimmta sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð en komst upp í Bestu deildina í gegnum umspilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
433Sport
Í gær

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“

Sér Arnar eftir þessari ákvörðun? – „Þessi breyting kom mér á óvart“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?