
Everton vann frábæran útisigur gegn Manchester United í lokaleik umferðarinnnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Stórfurðulegt atvik kom upp á 13. mínútu þegar Idrissa Gana Gueye fékk beint rautt spjald fyrir að slá Michael Keane, liðsfélaga sinn.
Það breytti því þó ekki að tíu leikmenn Everton komst yfir á 29. mínútu með marki Kiernan Dewsbury-Hall.
United tókst í raun aldrei að sína góða frammistöðu eða nýta liðsmuninn í kvöld og þetta reyndist eina mark leiksins.
Lokatölur 0-1. Liðin eru nú hlið hlið um miðja deild með 18 stig hvort.