fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Toney vill fara og er til í að taka á sig launalækkun

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 16:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney er sagður til í að taka á sig launalækkun til að snúa aftur til Englands, þrátt fyrir fréttir um að hann sé ekki til sölu.

Þessi fyrrum framherji Brentford hefur verið orðaður við endurkomu til Englands, en rúmt ár er síðan hann elti peningana og skrifaði undir hjá Al-Ahli í Sádi-Arabíu.

Nú ku Toney vilja fara aftur til Englands, nánar til tekið til Tottenham þar sem fyrrum stjóri hans hjá Brentford, Thomas Frank, er við stjórnvölinn.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Al-Ahli sagði á dögunum að Toney sé ekki til sölu en kappinn vill ólmur vera í enska landsliðshópnum á HM næsta sumar. Eru meiri líkur á að hann verði þar ef hann spilar á hærra stigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál