fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 22. nóvember 2025 10:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham, sem undir stjórn Ange Postecoglou á síðasta tímabili voru þekktir fyrir háa varnarlínu, virðast nú einblína á allt aðra „hár-línu“.

Félagið hefur gert samstarfssamning við tyrknesku stofuna Elithair, sem verður opinber hármeðferðar aðili Spurs. Samstarfið er kynnt sem „leiðangur til að efla sjálfstraust“.

Elithair, sem er með höfuðstöðvar í Istanbúl og hefur útibú í Bretlandi, Þýskalandi og Dubai, segist vera stærsta hárígræðslukliník heims og hefur meðal annars meðhöndlað Ricardo Quaresma.

Samningurinn var ekki kynntur af leikmönnum félagsins heldur með 60 sekúndna auglýsingu þar sem leikari fer með hlutverk Spurs-stuðningsmanns. Þó er talið að margir núverandi og fyrrverandi leikmenn Tottenham hafi notað slíkar meðferðir.

Meðal þeirra sem grunur leikur á að hafi gengist undir hárígræðslu eru James Maddison, auk fyrrverandi miðjumanna félagsins Christian Eriksen og Andros Townsend, sem báðir hafa mætt til leiks með ferskari hártopp á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum