

Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, segir að félagið hafi verið tilbúið að láta Mohamed Salah og Virgil van Dijk ganga frítt síðasta sumar ef samningsviðræður hefðu ekki gengið upp.
Báðir leikmennirnir voru komnir á síðasta samningsár sitt áður en þeir skrifuðu undir nýja samninga í lok síðasta tímabils eftir langar og erfiðar viðræður.
Samningaviðræðurnar fóru fram á sama tíma og Liverpool varð Englandsmeistari, og óvissan stóð fram á vorið hvort leikmennirnir myndu framlengja.
Werner segir í viðtali við The Athletic að Fenway Sports Group hafi verið staðráðið í að láta fjármálin ráða ferðinni.
Hann hrósaði íþróttastjóranum Richard Hughes sérstaklega fyrir hvernig hann stýrði viðræðunum: „Ef Richard hefði hringt og sagt: ‘Bilið er of stórt,’ þá hefðum við virt það,“ sagði Werner.
„Við ráðum fólk til að vinna störfin sín og leyfum þeim að vinna þau. Traustið er gríðarlegt.“