

Harry Kane, 32 ára og í stórformi hjá Bayern München, er sagður hafa vakið áhuga Barcelona samkvæmt spænskum fjölmiðlum.
Kane hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og skorað 23 mörk í 17 leikjum, og hefur frammistaðan hans vakið athygli stórliða víðs vegar um Evrópu.
Tottenham hefur þegar látið í ljós að félagið vilji endurheimta hann tveimur árum eftir að hann fór til Bayern fyrir 104 milljónir punda.
En samkvæmt Mundo Deportivo er Barcelona nú raunhæfur möguleiki fyrir enska framherjann.
Stjórn katalónska félagsins er sögð íhuga alvarlega að gera tilboð, sérstaklega ef Robert Lewandowski yfirgefur félagið í lok tímabilsins eins og orðrómur hefur verið um.
Barcelona er í leit að markaskorara í heimsklassa og telur Kane mögulega réttan mann til að leiða sóknarlínuna næstu árin.