

Wayne Rooney hefur opinberað umfang stærsta samningsins sem hann skrifaði undir á ferli sínum hjá Manchester United, og viðbrögð fyrrverandi félaga hans voru algjör þögn.
Þetta kom fram í þættinum Stick to Football, þar sem Rooney, Gary Neville, Jamie Carragher, Ian Wright og Roy Keane ræddu um stærstu samninga sína á leikmannaferlinum.
Rooney sagði stærsta samning sinn hafa verið metinn á um 17 milljónir punda. Hann var hluti af risalaunum hans árið 2014 þegar hann skrifaði undir nýjan fimm og hálfs árs samning á 300 þúsund pundum á viku. Samningurinn innihélt einnig auglýsingarétt og sendiherruhlutverk eftir ferilinn.

Neville, Carragher og Keane urðu agndofa yfir upphæðinni, enda langt umfram það sem þeir sjálfir fengu. Neville, sem fékk um 1,75–2,25 milljónir punda á ári, viðurkenndi jafnvel í gamni að hann hefði átt að nota umboðsmann.
Carragher sagði stærsta samning sinn hafa verið um 3 milljónir punda, aðallega vegna bónusa eftir Meistaradeildarsigur Liverpool 2005.
Keane sagði sinn topp hafa verið um 5 milljónir punda, „Því ég var betri leikmaður, augljóslega,“ sagði Keane en benti á að það væri lítið miðað við launin í nútíma fótbolta.
Rooney er markahæsti leikmaður Man Utd frá upphafi með 250 mörk í 559 leikjum á 13 árum og vann m.a. fimm ensk meistaratitla og Meistaradeildina.