fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Úr Kópavoginum í Víkina

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísa Birta Káradóttir er gengin í raðir Víkings frá HK, en frá þessu var greint í dag.

Elísa er aðeins 16 ára gömul en var þrátt fyrir það í stóru hlutverki hjá HK í Lengjudeildinni í sumar.

Víkingur hafnaði í fimmta sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð.

Tilkynning Víkings
Það gleður Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna að Elísa Birta Káradóttir hefur gengið til liðs við félagið.

Elísa Birta sem er 16 ára, fædd 2009, kemur til liðsins frá HK þar sem hún hefur leikið allan sinn feril, spilað 48 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 11 mörk. Einnig hefur hún leikið 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skoraði í þeim 2 mörk. Þrátt fyrir ungan aldur býr þessi leikmaður yfir mikilli reynslu var í lykilhlutverki hjá sínu liði í ár í Lengjudeildinni. Hún er teknískur, kröftugur og hraður kantmaður og erum við spennt að sjá hana bæta sinn leik enn frekar í Hamingjunni.

Einar Guðnason, þjálfari meistaraflokks kvenna hafi þetta að segja um Elísu:

„Elísa Birta er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með síðustu ár. Hún er snöggur og beinskeyttur kantmaður. Við hlökkum til að fylgjast með henni í Víkingstreyjunni og þróa hana sem leikmann, en hún hefur alla burði í að verða frábær leikmaður fyrir liðið.“

Velkomin í Hamingjuna Elísa Birta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir í fyrsta sinn stirt samband við Salah og frægt atvik

Ræðir í fyrsta sinn stirt samband við Salah og frægt atvik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni