
Martin Ödegaard stefnir á óvænta endurkomu í Norður-Lundúnarslagnum á sunnudag.
Fyrirliðinn hefur misst af síðustu sjö leikjum Arsenal vegna hnémeiðsla. Hefur hann náð ótrúlega hröðum bata og vonast til að vera með þegar topplið deildarinnar mætir erkifjendunum.
Það kæmi sér vel fyrir Mikel Arteta, þar sem enn er óvissa með þátttöku Viktor Gyökeres, sem hefur verið frá vegna náravandamála síðan í leiknum gegn Burnley.
Noni Madueke og Kai Havertz nálgast einnig endurkomu og Gabriel Jesus er farinn að æfa einnig. Gabriel, lykilmaður í vörninni, verður þó frá í allavega mánuð.