
Manchester United hefur sett saman þriggja manna lista til að styrkja miðjuna, samkvæmt The Sun.
Á listanum eru Adam Wharton hjá Crystal Palace, Elliot Anderson hjá Nottingham Forest og Carlos Baleba hjá Brighton.
Ruben Amorim vill halda áfram stefnu sinni um að sækja leikmenn sem þegar hafa sannað sig í ensku úrvalsdeildinni og miðjan er næst á hans dagskrá.
United hafa fylgst náið með Anderson, sem hefur blómstrað í landsliðsverkefnum Englands hjá Thomas Tuchel. Félagið hefur einnig áhuga á Wharton og reyndi að fá Baleba síðasta sumar.
Ef félögin þrjú hafna viðræðum í janúar eru United tilbúnir að bíða til sumars frekar en að leita utan Englands að öðrum kostum.