
Marc Guehi er einn eftirsóttasti leikmaður heims af þeim sem verða samningslausir eftir tímabilið.
Að sögn The Times eru Manchester City, Real Madrid, Barcelona, Bayern Munchen og Liverpool öll að eltast við þennan öfluga fyrirliða Crystal Palace.
Liverpool voru nálægt því að landa miðverðinum síðasta sumar, en sá díll datt upp fyrir á síðustu stundu. Guehi var þá staddur í læknisskoðun á lokadegi félagaskiptagluggans.
Liverpool mun reyna aftur en fá alvöru samkeppni frá ofangreindum félögum ef marka má þessar fréttir.