
Alisson mun sennilega snúa aftur í mark Liverpool um helgina. Þetta segir Arne Slot stjóri liðsins.
Alisson hefur verið frá í um tvo mánuði og Giorgi Mamardashvili varið markið í hans stað. Nú er Alisson heill og ætti að vera í rammanum gegn Nottingham Forest á morgun.
„Hann hefur verið að æfa svo ef ekkert klikkar mun hann spila,“ segir Slot.
Liverpool vonast til þess að fara að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun Englandsmeistaranna, sem sitja í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.