

Kjartan Henry Finnbogason var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni, vikulegum sjónvarpsþætti á 433.is.
FH-ingar sóttu Jökul Andrésson, afar öflugan markvörð Aftureldingar, á dögunum. Kjartan er fyrrum aðstoðarþjálfari Hafnfirðinga.
„Það vantar stöðugleika (í stöðu markvarðar hjá FH), eins og Heimir (Guðjónsson fyrrum þjálfari) hefur talað um,“ sagði Kjartan í þættinum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um vandræði FH-inga í þessari stöðu undanfarin ár. Mathias Rosenorn fékk mikla gagnrýni í sumar og er nú farinn.
„Ég skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur sem hann fékk. Hann átti leiki þar sem hann gerði mistök en það er partur af þessu,“ sagði Kjartan hins vegar.
Hann telur að Jökull sé góður fengur fyrir liðið. „Þetta er flottur markvörður sem þeir eru að fá.“
Þátturinn í heild er í spilaranum.