

Pep Guardiola staðfestir að leikmenn Manchester City hafi snúið til baka úr landsleikjahléi án nýrra meiðsla, en Rodri og Mateo Kovacic eru enn að ná fullri heilsu.
Fjöldi leikmanna var í landsliðsverkefnum síðustu tvær vikur, þar á meðal Erling Haaland, Nathan Aké og Tijjani Reijnders sem tryggðu sér þátttöku á HM 2026.
Nú snýr athyglin aftur að enska boltanum, þar sem City spilar nánast tvisvar í viku næstu þrjá mánuði.
City mætir Newcastle á St. James’ Park á morgun klukkan 17:30 að íslenskum tíma. Guardiola verður án Rodri og Kovacic en segir Spánverjann á góðri leið.
„Allir eru heilir nema Kova og Rodri,“ sagði Guardiola.
„Rodri er að taka framförum, það eru um þrjár vikur síðan hann varð fyrir bakslagi. Hann veit að hann þarf tíma til að jafna sig bæði andlega og líkamlega, svo hann geti haldið stöðugleika út tímabilið.“