fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gengið frá ráðningu Halldórs Geirs Heiðarssonar, Donna, sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla næstu tvö árin.

Donni er mjög efnilegur þjálfari sem ættaður er frá Húsavík og kemur til Njarðvíkur með reynslu úr m.a. þjálfarateymum Þróttar R., Leiknis R og nú síðast HK.

Hermann Hreiðarsson vildi fá Donna með sér til Vals en fékk það ekki, hann verður nú aðstoðarmaður Davíðs Smára Lamude sem tók við Njarðvík á dögunum.

Donni mun útskrifast í nóvember með UEFA Pro þjálfaragráðuna, hæstu evrópsku þjálfararéttindin og verður þar með einn af yngstu Íslendingunum til að ljúka þeirri gráðu.

„Stjórn Njarðvíkur er gríðarlega ánægð að fá Donna inn í þjálfarateymið. Hann kemur inn með mikla tækniþekkingu og mikinn metnað sem mun styrkja félagið til framtíðar,“ segir á vef Njarðvíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni

Settur í leyfi vegna rannsóknar – Grunaður um kynþáttafordóma og kynferðislega áreitni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening