fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að félagið sé ekki að íhuga kaup á nýjum miðverði í janúarglugganum, þrátt fyrir vaxandi áhyggjur vegna meiðsla og þunnrar breiddar í stöðunni.

Liverpool hefur nú aðeins þrjá náttúrulega miðverði í boði. Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté og Joe Gomez, eftir að nýliðinn Giovanni Leoni sleit krossband í frumraun sinni í september.

Jamie Carragher sagði nýverið að Liverpool þyrfti að kaupa miðvörð í janúar, en Slot var ósammála þegar hann var spurður út í málið. „Ég bjóst ekki við þessari spurningu,“ sagði hann.

„Það eru svo margir leikir fram undan. Fyrir mig er þetta það síðasta sem ég hugsa um núna.“

Slot benti á að liðið hefði fleiri möguleika ef á þyrfti að halda: „Við höfum þrjá miðverði og Joe Gomez telst þar með. Ryan Gravenberch og Wataru Endo geta einnig spilað í stöðunni. Við eigum önnur svæði sem eru meiri áhyggjuefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina

Eftir mörg vond tíðindi fær Arteta góðar fréttir fyrir helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna

Átján ára drengur lést í umferðinni – Sá sem keyrði á hann flúði af vettvangi og var undir áhrifum fíkniefna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Félag Alberts horfir til London

Félag Alberts horfir til London