
Stjóri Sunderland, Regis Le Bris, segir að félagið útiloki ekki að fá Matteo Guendouzi í janúarglugganum.
Nýliðarnir hafa farið frábærlega af stað í ensku úrvaldseildinni og eftir ansi góðan sumarglugga skoða þeir styrkingar fyrir janúar.
Guendouzi, sem spilar í dag fyrir Lazio á Ítalíu, var á mála hjá Lorient á yngri árum þegar Le Bris starfaði þar einnig.
„Við höfum enn tengsl við leikmenn og Mattéo er einn þeirra. Ég vann með honum áður hjá Lorient, svo við höldum áfram að vera í sambandi,“ segir Le Bris.
Guendouzi er auðvitað fyrrum leikmaður Arsenal, en þar lék hann með Granit Xhaka, sem hefur farið á kostum hjá Sunderland síðan hann kom í sumar og er með fyrirliðabandið.