
Manchester United hefur hafið viðræður við umboðsmann Karim Adeyemi, Jorge Mendes, samkvæmt þýska miðlinum Bild.
Adeyemi, sem leikur með Borussia Dortmund, er með samning til 2027 og talið er að Dortmund gæti selt hann næsta sumar til að missa hann ekki frítt árið eftir.
Það verður þó ekki auðvelt fyrir United að landa sóknarmanninum því fleiri félög hafa auga stað á honum, þar á meðal ítalska stórliðið Inter.
Hinn 22 ára gamli Adeyemi hefur átt upp og niður tímabil í Þýskalandi en er ansi öflugur á sínum degi og hefur gífurlegan hraða.