
Búið er að draga í Evrópu-hluta umspilsins fyrir HM næsta sumar. Leikirnir fara fram í mars.
Flestra augu eru á Írum, með Heimi Hallgrímsson við stjórnvölinn. Kom hann liðinu á magnaðan hátt í umspilið um síðustu helgi.
Írar þurfa að vinna Tékka úti í stökum undanúrslitaleik og andstæðingurinn yrði þá Danmörk eða Norður-Makedónía í stökum úrslitaleik, þá á heimavelli.
Ítalir fá Norður-Írland og fá Wales eða Bosníu í úrlitum ef þeir klára það, en þetta má sjá í heild hér að neðan.
Drátturinn
Ítalía – Norður-Írland og Wales – Bosnía
Úkraína – Svíþjóð og Pólland – Albanía
Tyrkland – Rúmenía og Slóvakía – Kósóvó
Danmörk – Norður-Makedónía og Tékkland – Írland