
Thelma Karen Pálmdadóttir er gengin í raðir Hacken frá FH, en þetta var staðfest rétt í þessu.
Thelma Karen er aðeins 17 ára gömul en átti stórkostlegt tímabil með FH og var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar. Þá lék hún sinn fyrsta A-landsleik í síðasta mánuði.
Þetta er þriðja leikmannasala FH erlendis á þessu ári, en Elísa Lana Sigurjónsdóttir fór til Kristianstad í Svíþjóð og Arna Eiríksdóttir til Valarenga.
Tilkynning FH
FH og BK Hacken hafa komist að samkomulagi um sölu á Thelmu Karen, efnilegasta leikmanni Bestu deildar kvenna þetta tímabilið. Þetta er þriðja leikmannasala liðsins erlendis á þessu ári.
„Það verður mikill söknuður af Thelmu Karen. Hún hefur núna síðastliðin þrjú tímabil tekið stór skref á hverju ári í rétta átt. Hún er ótrúlega hæfileikarík, eljusöm og tilbúin að leggja mikið á sig fyrir liðið. Núna á þessu tímabili sprakk hún út, varð betri með hverjum leik og var einn allra besti leikmaður deildarinnar. Þetta er að okkar mati hárrétt skref fyrir hana að taka, að fara í besta lið Svíþjóðar. Þarna fær hún tækifæri til að þróa leik sinn enn frekar og spila á stærra sviði.
Thelma er uppalin í FH og þessi sala er mikil viðurkenning á því frábæra starfi sem unnið hefur verið hér undanfarin ár, leitt af þjalfarahópi félagsins. Við óskum Thelmu allt í haginn í Gautaborg, hlökkum til að fylgjast með hennar ferðalagi næstu árin og tökum síðan vel á móti henni þegar hún kemur heim eftir langan atvinnumannaferil,“ segir Davíð Þór við FH Media.
Thelma Karen seld til BK Hacken. 🤝
FH og BK Hacken hafa komist að samkomulagi um sölu á Thelmu Karen, efnilegasta leikmanni Bestu deildar kvenna þetta tímabilið. Þetta er þriðja leikmannasala liðsins erlendis á þessu ári. 🫡 pic.twitter.com/j07qhyMeuB— Fimleikafélag Hafnarfjarðar (@fhingar) November 20, 2025