

Philadelphia Union hefur sett íþróttastjórann Ernst Tanner í leyfi eftir að MLS ákvað að opna aftur rannsókn á ásökunum um kynþáttafordóma, kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu á þeim sjö árum sem hann hefur starfað hjá félaginu.
Samkvæmt The Guardian stendur Tanner frammi fyrir fjölmörgum ásökunum, þar á meðal um óæskilega snertingu á starfsmanni félagsins.
MLS Players Association á að hafa lagt fram ítarlega kvörtun í janúar þar sem ýmsum atvikum er lýst, og blaðið segir 17 mismunandi aðilar hafa borið Tanner sökum misferlis síðan hann kom til félagsins árið 2018.
Meðal ásakana er að Tanner hafi talað um svarta leikmenn „eins og þeir væru ómennskir“ og að svartir dómarar skorti „greind og hæfileika“.
Í yfirlýsingu á miðvikudag sagði félagið: „Þó að nýleg rannsókn MLS hafi ekki getað sannað ásakanir gegn Ernst Tanner, hefur deildin ákveðið að opna rannsóknina á ný. Við munum halda áfram að vinna með MLS. Tanner hefur verið settur í leyfi á meðan.“