fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

433
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengissala á íþróttaleikjum á Íslandi hefur verið til umræðu en félög í Reykjavík hafa sérstaklega fengið að finna fyrir því og verið bannað að selja áfengi. Fyrir mörg íþróttafélög er sala á léttvíni orðin stó tekjulind.

Málin vöktu athygli í sumar en lögreglan fór í rassíu og var félögum bannað að selja bjór ef þau höfðu ekki öll leyfi. Það gerðist hjá Víkingi og fleiri félögum.

„Það sem kom í ljós þegar ég ræddi við þá sem ráða, í sumum liðum skiptir þetta miklu máli. Víkingar hafa verið öflugir í þessu, með skemmtilegt vallarstæði og hefur tekist að búa til stemmingu,“ sagði Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti af hlaðvarpinu, Dr. Football.

Hjörvar vill meina að blaðamenn á Vísi.is séu í heilögu stríði við íþróttafélögin og fjalli mikið um það að banna sölu á bjór á íþróttaleikjum.

„Við erum hins vegar, þú ert með Vísi sem er í heilögu stríði við íþróttafélögin. Eru með þetta á heilanum, dynja inn fréttirnar. Fá einhvern frá heimili og skóla, alltaf eitthvað tilfinningaklám.“

„Þarna eru félögin að verða af svo ofsalegum tekjum, ég get ekki alveg komið með upphæðina. Leikdagurinn með bjór skiptir alveg ofboðslegu máli fyrir þessi lið, við þurfum að fá niðurstöðu í þetta. Annaðhvort má þetta eða má þetta ekki.“

Hjörvar segist mikið hafa farið á leiki, þar fái fólk sér bjór og enginn sé með vesen.

„Ég er búinn að fara á þúsund leiki á Íslandi þar sem er seldur er bjór, ég hef aldrei orðið var við vesen. Maður fer á leik í Þýskalandi, ég vona að Vísis-krakkarnir sjái aldrei leik þar. Það myndi syrgja þau. Ég hugsa bara um greyin á Vísi, ég fór á Danmörk á móti Rússlandi (Evrópumótið) árið 2021. Þá kasta þeir glösunum, Danir gerðu fjögur mörk. Ég fékk fjórar sturtur.“

Björn Berg Gunnarsson var gestur þáttarins, hann segir að félögin verði að fá hlutina á hreint svo hægt sé að fjárfesta í hlutunum.

„Það sem er óþægilegt fyrir alla er að þetta sé á einhverju gráu svæði, þar sem er ekki hægt að gera almenna fjárfestingu. Fara allur inn, því þú ert hræddur um að þetta verði bannað. Samt er þetta orðið þannig að klúbbarnir stóla á þetta, þetta fjölgar áhorfendum almennt og tekjur aukast á leikdegi. Um leið og það er strúktúr í kringum þetta, þá geta klúbbarnir formfest hvernig þetta er selt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar

Sú efnilegasta seld til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn

Amorim svarar þeim sem gagnrýna kerfi hans – Var svekktur þegar hann horfði aftur á Tottenham leikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið

Útskýra ummæli Ratcliffe þar sem hann virtist hrauna yfir unglingastarfið