fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Komust á HM í vikunni en Trump hefur bannað öllum frá landinu að ferðast til Bandaríkjanna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haití tryggði sér í vikunni sæti á HM á næsta ári í annað skiptið í sögunni, eftir að hafa unnið riðil sem innihélt meðal annars Hondúras, Kosta Ríka og Níkaragva.

En þrátt fyrir sögulegan árangur gætu stuðningsmenn liðsins orðið af því að fylgja því til Bandaríkjanna vegna ferðabanns sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti fyrr á árinu.

Í júní undirritaði Trump tilskipun sem bannaði ríkisborgurum tólf landa að ferðast til Bandaríkjanna „til að vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna og hagsmuni íbúa þeirra“.

Haití var á þessum lista og því er bæði innflytjendum og ferðamönnum frá landinu óheimilt að koma inn í landið.

Haití hefur glímt við mikla ólgu síðan forsetinn Jovenel Moïse var myrtur árið 2021. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru glæpagengi nú með yfirráð yfir stórum hlutum höfuðborgarinnar Port-au-Prince og ferðamönnum er eindregið ráðlagt að fara ekki þangað vegna mannráns, glæpa og óstöðugleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum

Strákarnir okkar standa í stað eftir höggið á dögunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford

United setur sig í samband við Jorge Mendes – Vilja sækja sprettharða Þjóðverjann á Old Trafford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Baldur til nýliðanna