fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fífan, knattspyrnuhöll Breiðabliks hefur verið lokuð undanfarnar vikur en þar hafa verið miklar framkvæmdir í gangi.

Félagið greinir frá því að tafir verði á opnun en nú sé stefnt að því að opna höllina á nýjan leik í byrjun desember.

Búið er að leggja nýtt gervigras á völlinn en þar er farið nýja leið.

„Gervigrasið er komið á, en eftir er að ganga frá veggjum og leggja tartan-brautina hringinn um völlinn. Við erum spennt fyrir nýja vellinum en hann er öðruvísi en vaninn hefur verið hér á Íslandi. Ekkert fylliefni er í grasinu (gúmmí) og líkir því meira eftir náttúrulegu grasi, sem og að loftgæði fyrir iðkendur Breiðabliks verða vonandi talsvert betri inni í Fífunni. Völlurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og mætir einnig hærri umhverfisstöðlum svo eitthvað sé nefnt,“ segir á vef Breiðabliks.

Venjan hefur verið að hafa gúmmí í svona völlum en nú fer Breiðablik nýja leið, eitthvað sem fróðlegt verður að fylgjast með hvernig heppnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Í gær

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag
433Sport
Í gær

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið