

Cristiano Ronaldo fékk nokkrar mínútur í einrúmi með Donald Trump í Hvíta húsinu á þriðjudag áður en forsetinn hrósaði honum við glæsilegan kvöldverð fyrir sendinefnd Sádi-Arabíu.
Þetta var í fyrsta sinn sem Ronaldo birtist opinberlega í Bandaríkjunum frá því hann var sakaður um nauðgun árið 2017, ásökunum sem hann hefur ávallt harðneitað.

Daginn eftir birti Hvíta húsið myndband af Ronaldo, Trump og Georginu Rodríguez ganga saman við „The Presidential Walk of Fame“ með textanum: „Tvær geitur – CR7 x 45/47“.
Í ræðu sinni þakkaði Trump Ronaldo fyrir að hafa unnið sér inn aukna virðingu sonar hans, Barron, sem er mikill fótboltaáhugamaður.

Samkvæmt varalestara NJ Hickling á Trump jafnframt að hafa sagt Ronaldo að Barron spili ekki lengur sjálfur: „Hann spilar ekkert. Mikil synd, frábær íþrótt. Það þarf stórkostlegan leikmann til að spila fótbolta.“
Trump átti líklega við amerískan fótbolta en með Ronaldo hlægjandi við hlið sér gæti hann einnig hafa verið að hrósa Portúgalanum sjálfum.