
Fiorentina hefur gert það að aðalmarkmiði sínu í janúarglugganum að fá Josh Acheampong frá Chelsea
Þessu er haldið fram í ítölskum miðlum í dag og er Acheampong sagður opinn fyrir því að fara á láni, þrátt fyrir að hafa fengð sénsa í liði Enzo Maresca á leiktíðinni.
Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, vill helst fá Acheampong á láni með kaupmöguleika. Takist það ekki mun félagið horfa til annars leikmanns Lundúnaliðsins, Axel Disasi.
Acheampong er aðeins 19 ára gamall og uppalinn hjá Chelsea.