
Juventus er að vinna í því að framlengja samning Kenan Yildiz, einnar skærustu stjörnu liðsins.
Ciorgio Chiellini, goðsögn félagsins og yfirmaður knattspyrnumála, staðfestir þetta og að allt sé á réttri leið í þeim efnum.
Juventus er ekki að stressa sig á stöðunni þar sem Yildiz á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum en vill bjóða honum betri samning vegna áhuga annarra stórliða.
Á Englandi hafa til að mynda Arsenal og Chelsea verið nefnd yfir félög sem eru áhugasöm um þennan unga tyrkneska sóknarmann.