
Fyrrverandi íþróttastjóri Paris Saint-Germain, Leonardo, segir að dvöl Lionel Messi í París hafi verið mun erfiðari en fólk geri sér grein fyrir.
Í viðtali við RMC Sport segir hann að Messi hafi fyrst og fremst viljað vera áfram hjá Barcelona, en þegar það varð ómögulegt hafi PSG verið fyrsti kosturinn.
„Það var mikið af sögum. Þetta var erfitt fyrir hann. Hann hafði verið á sama stað í 20 ár og svo flyturðu,“ segir Leonardo.
Hann bendir á að slæm úrslit hafi haft mikil áhrif, sérstaklega gegn Real Madrid í Meistaradeildinni tímabilið 2021–22.
„Það var flókið mál,“ segir Leonardo þá enn fremur.
Messi lék tvö tímabil með PSG áður en hann hélt til Inter Miami árið 2023.