

Enska ofurumboðsmanninum Jonathan Barnett, einum þekktasta leikmannsfulltrúa heims, er nú lýst sem sakborningi í sakamálarannsókn í London vegna ásakana um nauðgun og pyndingar á svokallaðri kynlífsþræli, samkvæmt nýjum dómsgögnum.
Kona, sem í skjölum er kölluð „Jane Doe“, sakar Barnett um að hafa fært hana frá Ástralíu til Bretlands, haldið henni í fjárhagslegu heljartaki og nauðgað henni oftar en 39 sinnum á sex ára tímabili.
Í stefnu sem lögð var fram í Bandaríkjunum í júlí kemur fram að fyrsta meint nauðgunin hafi átt sér stað á hóteli í London árið 2017.
Í dómsgögnum, sem Telegraph hefur undir höndum, kemur fram að Barnett hafi viðurkennt að hafa greitt konunni vel yfir milljón pund fyrir að þegja eftir að samband þeirra, sem hann lýsir sem samþykktu persónulegu sambandi, endaði.
Barnett, sem Forbes lýsti árið 2019 sem valdamesta umboðsmanni heims í fótbolta, neitar sökum. Rannsókn lögreglu í London stendur yfir.