fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Bakslag hjá mikilvægum leikmanni Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur staðfest að Kai Havertz hafi orðið fyrir bakslagi í bataferlinu eftir hnéaðgerð sem hann gekkst undir í upphafi tímabils.

Framherjinn meiddist í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í ágúst og þurfti að fara í minni háttar aðgerð, sem hefur haldið honum utan liðs Arsenal síðan þá.

Mikel Arteta hafði vonast til að fá leikmanninn aftur í hópinn fljótlega eftir landsleikjahléið í nóvember.

Nagelsmann var þó með aðra tímalínu í huga og sagði á þriðjudag að Havertz hefði lent í „minni háttar bakslagi“ á síðustu vikum. „Kai fékk lítið bakslag, en í heildina gengur honum vel,“ sagði hann.

Fyrrum stjóri Bayern München bætti við að hann telji Arsenal líklega geta notað Havertz undir lok ársins.

Þar með virðist ljóst að endurkoma Þjóðverjans tefst um nokkrar vikur, sem er ákveðið áfall fyrir Arsenal sem hefur saknað fjölhæfni hans í fremstu víglínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Í gær

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Í gær

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal