

Fyrrum leikmaður Manchester City, brasilíski framherjinn Jô, hefur verið handtekinn í fjórða sinn vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna, að því er brasilískir miðlar greina frá.
Jô, sem er 38 ára og á átta börn, var handtekinn á fimmtudag á grillveislu í Rio de Janeiro. Hann skuldar meðlag sem nemur allt að 31.500 pundum frá árinu 2024.
Framherjinn, sem lék fyrir City á árunum 2008 til 2011, hefur áður verið handtekinn tvisvar í borgunum Campinas og Contagem vegna sömu mála.
Ein fyrrverandi kærasta hans, Maira Quiderolly, hefur gagnrýnt Jô harðlega og kallað hann ömurlegan föður eftir að fréttir af einni handtökunni bárust. Ekki er ljóst hvort skuldin tengist syni þeirra, Joao Gabriel.
Í myndbandi á Instagram sagði hún að Jô hafi aldrei greitt á réttum tíma eða með réttum upphæðum: „Þetta er stöðug pína. Það eina sem lögin krefjast gerir hann ekki rétt.“