

Arsenal hefur sett verðmiða á Declan Rice í kjölfar fregna um áhuga frá stórliði í Evrópu.
Rice gekk til liðs við Arsenal sumarið 2023 frá West Ham fyrir 100 milljónir punda, skömmu eftir að hafa lyft Sambandsdeildarbikarnum með Hammers.
Hann hefur síðan orðið einn mikilvægasti leikmaður Arsenal og telst nú meðal bestu miðjumanna Evrópu.
Rice, 26 ára, hefur leikið 119 leiki fyrir Arsenal og skorað 18 mörk, og hefur áfram lykilhlutverk á tímabilinu þar sem liðið trónir á toppi úrvalsdeildarinnar með sex stiga forskot á Manchester City.
Í Meistaradeildinni hefur Arsenal unnið alla fjóra leiki sína og ekki fengið á sig mark.
Samkvæmt spænska miðlinum Fichajes hefur Real Madrid gert Rice að einum af sínum helstu skotmörkum til að styrkja miðjuna, bæði nú og til framtíðar.
Arsenal mun þó ekki selja hann nema fyrir að minnsta kosti 150 milljónir evra, þar sem Rice sé talinn ómissandi og geti mótað lið félagsins um ókomin ár.