fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 17:00

Margrét Lára Viðarsdóttir er í valnefnd. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni sem hafa lagt hjarta og sál í að efla íþróttastarf um land allt. Nú er kominn tími til að lyfta upp hetjunum á bak við tjöldin, fólkinu sem lætur allt gerast.

Tilnefning á Íþróttaeldhuga ársins 2025 fer fram samhliða kjöri Íþróttamanns ársins og standa Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands saman að þessari viðurkenningu.

Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar til og með 5. desember 2025, hér er linkur á skráningarsíðu.

Leitað er að framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt hæfileika sína, frítíma og eldmóð til að efla íþróttastarf. Það getur verið með því að taka þátt í framkvæmd móta og leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu, sitja í stjórnum eða hvetja fleiri til þátttöku í íþróttum hvar á landinu sem er. Rétt er að taka fram að launað starfsfólk íþróttahreyfingarinnar kemur ekki til greina.

„Íþróttastarfið á Íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við alla þá einstaklinga sem gefið hafa af tíma sínum til að sinna sjálfboðaliðastarfi fyrir íþróttahreyfinguna. Með þessari viðurkenningu viljum við lyfta upp starfi sjálfboðaliðans og þakka fyrir hið óeigingjarna starf sem unnið er af fjölda fólks um land allt,“ segir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ.

Valnefnd sem fer yfir innsendar tilnefningar og velur Íþróttaeldhuga ársins 2025 skipa Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Eftir að nefndin hefur metið ábendingarnar verða þrír aðilar valdir og einn þeirra hlýtur titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2025 og glæsilegan verðlaunagrip frá Lottó.

Tökum höndum saman og gerum þessi verðmætu störf sýnileg. Við hvetjum íþróttafélög, deildir og einstaklinga til að kynna viðurkenninguna, deila henni á sínum miðlum og senda inn tilnefningar. Saman fögnum við fólkinu sem heldur hjólinu í gangi í íslensku íþróttalífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar