fbpx
Laugardagur 04.október 2025
433Sport

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. október 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel hefur vakið mikla athygli með því að halda því fram að England geti orðið Heimsmeistari án Jude Bellingham.

Þjálfarinn ákvað að kalla ekki Bellingham aftur í landsliðið fyrir vináttuleik við Wales og undankeppnisleik HM gegn Lettlandi þrátt fyrir að leikmaðurinn sé orðinn heill eftir axlaraðgerð.

Tuchel segir að hann vilji ekki raska liðsheildinni sem skilaði frábærum 5-0 sigri gegn Serbíu síðasta mánuð. Hann gerir aðeins eina breytingu á hópnum frá síðustu ferð, Bukayo Saka kemur inn í stað Noni Madueke.

Spurður að því hvort það væri yfirhöfuð mögulegt að vinna Heimsmeistaramót án eins mest skapandi leikmanns Englands svaraði Tuchel: „Hefur þú sannanir fyrir því?“ og ítrekaði það tvisvar.

Þegar hann var spurður hvort eitt gott landsliðsverkefni réttlætti að Bellingham væri skilinn eftir, svaraði Tuchel ákveðið. „Já. Þetta eru nægar sannanir.

Bellingham, sem var nýverið útnefndur leikmaður ársins hjá enska landsliðinu, er orðinn leikfær hjá Real Madrid en fær samt ekki kallið.

„Það breytir engu. Þetta gæti samt hafa orðið niðurstaðan,“ sagði Tuchel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim

Leikur helgarinnar breytir engu fyrir stöðu Amorim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu

Meiðsli Alisson verri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Áfall fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“

Heimir Guðjónsson sendir sneið á Davíð Viðarsson – „Það er bara hlutur sem kemur mér bara ekkert við“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“

Eiður Smári hefði tekið upp símann – „Arnar gerir þetta á sinn hátt og stendur og fellur með því“
433Sport
Í gær

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum
433Sport
Í gær

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári
433Sport
Í gær

Fyrrum eigandi Crystal Palace skoðar að kaupa félag í krísu

Fyrrum eigandi Crystal Palace skoðar að kaupa félag í krísu
433Sport
Í gær

Segir að stjórn United muni taka ákvörðun um Amorim eftir ákveðið marga leiki

Segir að stjórn United muni taka ákvörðun um Amorim eftir ákveðið marga leiki