Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace, var spurður út í fyrirhuguð skipti sín til Liverpool sem gengu ekki eftir í sumar.
Guehi var á leið til Liverpool á 35 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans en Palace hætti við á síðustu stundu.
„Ég hef í raun ekki mikið að segja, ég er einbeittur á að spila fótbolta og spila fyrir Palace,“ sagði Guehi.
Hann hrósaði þá stuðningsmönnum Palace „Til aðdáenda vil ég segja takk kærlega fyrir stuðninginn. Ég finn svo sannarlega fyrir honum.“