Framtíð Ibrahima Konate hjá Liverpool er enn óljós en nú er nýtt samningsboð á borði hans ef marka má franska blaðið L’Equipe.
Konate sem er á sínu síðasta samningsári hjá félaginu og getur því farið frítt næsta sumar ef ekki verður framlengt.
Miðvörðurinn hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. Samkvæmt L’Equipe áttu sér þó stað samningsviðræður milli Liverpool og fulltrúa leikmannsins á dögunum.
Konate og hans fulltrúar höfnuðu síðasta boði Liverpool en er vonast til að það nýja verði samþykkt.
Liverpool tapaði öðrum leik sínum í röð, gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í fyrradag. Konate hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína undanfarið.
Liverpool mætir Chelsea á Stamford Bridge um helgina og reynir að snúa vörn í sókn eftir erfiða viku.