Oliver Glasner hringdi strax í Marc Guehi eftir að fyrirhuguð skiptin til Liverpool gengu ekki upp á lokadegi félagaskiptagluggans og sannfærði hann um að halda fókus og einbeita sér að Crystal Palace.
Stjóri Palace gerði honum það ljóst að hann barðist fyrir því að halda varnarmanninum, ekki aðeins vegna hæfileika hans, heldur einnig fyrir röddina og forystuhlutverkið sem hann gegnir í vörninni.
Guehi er hershöfðingi Glasners inni á vellinum. Enski landsliðsmaðurinn stjórnar úr vörninni og 18 leikja taplausir kafli Palace má miklu leyti rekja til stöðugleikans sem hann veitir liðinu.
Samkvæmt enskum blöðum voru raunverulegar áhyggjur innan félagsins af því að Guehi gæti misst hausinn eftir að skiptin til Liverpool fóru í vaskinn, þrátt fyrir að allt hafi verið komið í gegn milli félaganna.
Arne Slot og Liverpool náðu hins vegar að landa Alexander Isak frá Newcastle fyrir metfé, 130 milljónir punda, eftir að Svíinn neitaði að mæta á æfingar.
Newcastle brást við með því að kaupa Yoane Wissa frá Brentford. sem hafði á sama tíma neitað að mæta á æfingar hjá sínu félagi.
Glasner brást þó strax við og tók stöðuna föstum tökum innan Crystal Palace eftir vonbrigðin. Hann útskýrði nákvæmlega hvers vegna Guehi væri svo mikilvægur fyrir liðið og minnti hann á stóra hlutverkið sem hann enn gegnir á Selhurst Park.
Guehi, sem er 25 ára, hefur nú lagt Liverpool-drauminn til hliðar og hefur hvorki látið vonbrigðin bitna á frammistöðu sinni á æfingum né í leikjum.