Stuðningsmenn Chelsea hafa gagnrýnt ákvörðun félagsins um að spila markatónlist á heimaleikjum liðsins.
Þetta var fyrst gert í 1-0 sigri Chelsea á Benfica í Meistaradeildinni á þriðjudag, þar sem sjálfsmark Richard Rios eftir fyrirgjöf Alejandro Garnacho tryggði sigur gegn fyrrum Jose Mourinho og hans mönnum.
Stuðningsmenn hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og krefjast margir þess að þetta hætti þegar í stað.
Bandaríkjamaðurinn Todd Boehly er eigandi Chelsea og er talið að hann eigi frumkvæðið að þessu.