Spænskir fjölmiðlar voru ekki sammála um frammistöðu Lamine Yamal í 2-1 tapi Barcelona gegn PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Yamal, sem er aðeins 18 ára, byrjaði leikinn og sýndi að vanda glæsilega boltameðferð og leikgleði en tókst ekki að hafa afgerandi áhrif á leikinn.
Yamal hefur skorað tvö mörk og lagt upp fjögur í fimm leikjum fyrir Barca á tímabilinu, og þrátt fyrir að hafa tapað Ballon d’Or gegn Ousmane Dembélé í ár, vann hann Kopa Trophy sem besti ungi leikmaður heims.
Radio Marca gagnrýndi hann harðlega og sagði að „Hann ætti ekki að líta á sig sem stjörnu strax“, þar sem hann hefði hvorki unnið Meistaradeildina né Ballon d’Or enn.
AS hrósaði honum fyrir byrjunina en bætti við: „Eftir stórkostlegan fyrri hálfleik, þar sem hann gaf góðar sendingar eins og enginn væri morgundagurinn, þá hvarf hann úr leiknum í þeim síðari með klaufalegum mistök og vantaði allar hugmyndir.“
Mundo Deportivo lýsti honum á jákvæðari hátt, en tók fram að hann ætti í erfiðleikum með að halda í við hraða leiksins allan leikinn.