Cesc Fabregas hefur áður tjáð sig um draum sinn að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni, á sama tíma og hann er orðaður við Manchester United ef Ruben Amorim verður látinn fara.
United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu 2025/26 og er áfram í frjálsu falli eftir versta tímabil sitt í sögu úrvalsdeildarinnar í fyrra. Tap gegn Grimsby Town úr League Two í enska deildarbikarnum var sérstaklega niðurlægjandi.
Samkvæmt heimildum í Englandi eru forráðamenn United að íhuga að reka Amorim, og einn af þeim sem hefur verið nefndur sem mögulegur arftaki er Fabregas, goðsögn Arsenal og Chelsea.
Fabregas lagði skóna á hilluna 2023 eftir 20 ára feril með 16 titla, þar á meðal HM, EM og ensku úrvalsdeildina. Hann tók fljótlega við þjálfun hjá Como á Ítalíu og hefur vakið athygli fyrir góðan árangur þar.
Í viðtali við Sky Sports sagði Fabregas: „Enska úrvalsdeildin er markmiðið. Það er stærsti draumur þjálfara. Ég trúi á aðferðirnar mínar, tíminn mun leiða í ljós hvað ég get.“