Stjóra Manchester United, Ruben Amorim, var tjáð að þrír leikmenn væru alls ekki til sölu er hann tók við Manchester United fyrir tæpu ári síðan. The Guardian segir frá þessu.
United hefur lítið getað undir stjórn Amorim, sem tók við af Erik ten Hag. Gengið hefur ekkert batnað og talið er að hiti sé undir Portúgalanum þessa dagana.
Amorim styrkti lið sitt nokkuð vel í sumar og losaði sig við aðra leikmenn, tveir þeirra voru Alejandro Garnacho og Rasmus Hojlund, sem fóru til Chelsea og Napoli.
Það vekur athygli að samkvæmt Guardian voru þeir báðir á þessum þriggja manna lista. Kobbie Mainoo var þar einnig og er hann sá eini sem er eftir á Old Trafford.
Mainoo er þó einnig orðaður við brottför. Hann er ekki sáttur við sitt hlutverk hjá Amorim, en hann spilaði stóra rullu hjá Ten Hag.