Það er uppselt á báða leiki Íslands, gegn Úkraínu og Frakklandi, á heimavelli síðar í mánuðinum.
Þetta gerist í kjölfar þess að Strákarnir okkar áttu frábæran landsliðsglugga í september og eru markmið um að fara í umspil um sæti á HM á næsta ári vel á lífi.
Leikurinn gegn Úkraínu er föstudaginn 10. október og leikurinn við Frakka þremur sólarhringum síðar.