fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Tíu sem gætu tekið við starfi Heimis í Hafnarfirðinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH staðfesti í gærkvöldi að félagið hafi komist að samkomulagi við Heimi Guðjónsson, þjálfara karlaliðsins, um að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Við tókum saman tíu nöfn með hugsanlegum arftökum.

Heimir tók við FH á ný fyrir tímabilið 2023, þegar liðið var í miklum vandræðum og fallbaráttu árið áður. Hefur hann skilað liðinu í efri hluta Bestu deildar karla þrjú ár í röð. Heimir náði svo auðvitað frábærum árangri með FH á árum árum og gerði liðið til að mynda að Íslandsmeistara sex sinnum.

Heimir Guðjónsson. Mynd: DV/KSJ

Nú tekur nýr þjálfari við og hér að neðan má sjá tíu manna lista yfir þá sem hugsanlega gætu gert það.

Davíð Smári Lamude
Óvænt án starfs eftir að Vestri sagði honum upp. Verið á hraðri uppleið í þjálfun undanfarin ár.

Kjartan Henry Finnbogason
Aðstoðarmaður Heimis og einhver myndi kannski segja að það liggi beinast við að ráða hann.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Er á lausu eftir að hafa vakið mikla athygli í starfi sínu með Njarðvík. Verið orðaður við fleiri lið í efstu deild, til að mynda ÍA, en hann býr uppi á Skaga.

Arnar Grétarsson
Ljóst að hann verður ekki áfram hjá Fylki eftir að hafa bjargað liðinu frá falli úr Lengjudeildinni. Vel þekkt stærð í þessari deild sem FH-ingar gætu vel horft til.

Arnar Þór Viðarsson
Fyrrum landsliðsþjálfarinn er laus úr starfi sínu í Belgíu og yrði ansi áhugaverður kostur. Er auðvitað FH-ingur mikill.

Sigurvin Ólafsson
Gert flotta hluti með Þrótt í Lengjudeildinni og þjálfað FH áður.

Ejub Purisevic
Er í starfi hjá FH sem yfirmaður 2. – 5. flokks karla. Hefur mikla reynslu úr þjálfun og vakti auðvitað mikla athygli með Víking Ólafsvík á árum áður.

Eiður Smári Guðjohnsen
Er kominn tími á að Eiður snúi aftur í þjálfun? Stýrði FH við góðan orðstýr fyrir nokkrum árum síðan.

Mynd: DV/KSJ

Magnús Már Einarsson
Stýrt miklum tröppugangi hjá Aftureldingu undanfarin ár og er í fínum möguleika á að halda liðinu í efstu deild eins og staðan er í dag. Er kominn tími á stærra starf?

Árni Freyr Guðnason
Náði eftirtektarverðum árangri með ÍR áður en hann fór í Fylki, þar sem gekk ekki eins vel. Uppalinn hjá FH og var um árabil yfirþjálfari yngri flokka þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika

Tvö mörk Berglindar dugðu ekki til og enn seinkar fögnuði Blika
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Heimir hverfur á braut
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“

Varð hugsað til annars brottreksturs eftir fréttirnar af Davíð – „Eruði hálfvitar?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýndi enska dómara harðlega eftir gult spjald í gær

Gagnrýndi enska dómara harðlega eftir gult spjald í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klopp saknar þess ekkert að þjálfa og segist ekki ætla að gera það aftur

Klopp saknar þess ekkert að þjálfa og segist ekki ætla að gera það aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Keflvíkingar skipta um þjálfara

Keflvíkingar skipta um þjálfara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag