Þekktur leikvangur á Spáni, La Romareda í Zaragoza, hefur nú verið rifinn algjörlega. Völlurinn stóð í 68 ár og var heimavöllur Real Zaragoza, en hann verður endurbyggður frá grunni með það fyrir augum að nota hann á HM 2030.
Allar fjórar stúkurnar hafa verið jafnaðar við jörðu og framkvæmdir við nýjan leikvang munu hefjast á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að hann rúmi um 42.500 áhorfendur þegar hann verður tilbúinn.
Hönnunin verður nútímaleg og samkvæmt arkitektum verkefnisins er lögð áhersla á að leikvangurinn falli vel að borgarrýminu í Zaragoza.
Á meðan á framkvæmdunum stendur leikur Real Zaragoza, sem spilar í spænsku B-deildinni, heimaleiki sína á Ibercaja-vellinum.
La Romareda hefur áður hýst stórmót – þar fóru fram þrír leikir á HM 1982.