fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
433Sport

Þekktur leikvangur jafnaður við jörðu – Á að vera klár eftir fimm ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. október 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekktur leikvangur á Spáni, La Romareda í Zaragoza, hefur nú verið rifinn algjörlega. Völlurinn stóð í 68 ár og var heimavöllur Real Zaragoza, en hann verður endurbyggður frá grunni með það fyrir augum að nota hann á HM 2030.

Allar fjórar stúkurnar hafa verið jafnaðar við jörðu og framkvæmdir við nýjan leikvang munu hefjast á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að hann rúmi um 42.500 áhorfendur þegar hann verður tilbúinn.

Hönnunin verður nútímaleg og samkvæmt arkitektum verkefnisins er lögð áhersla á að leikvangurinn falli vel að borgarrýminu í Zaragoza.

Á meðan á framkvæmdunum stendur leikur Real Zaragoza, sem spilar í spænsku B-deildinni, heimaleiki sína á Ibercaja-vellinum.

La Romareda hefur áður hýst stórmót – þar fóru fram þrír leikir á HM 1982.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fær stórt tilboð frá Sádí næsta sumar

Fær stórt tilboð frá Sádí næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjartnæmt myndband Karólínu vekur athygli – Kom fjölskyldunni á óvart á Íslandi

Hjartnæmt myndband Karólínu vekur athygli – Kom fjölskyldunni á óvart á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fram staðfestir brottför Gareth – Á leið á Hlíðarenda

Fram staðfestir brottför Gareth – Á leið á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool tapaði í Tyrklandi – Tottenham bjargaði stigi í Noregi

Liverpool tapaði í Tyrklandi – Tottenham bjargaði stigi í Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney sár barnanna vegna

Rooney sár barnanna vegna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni

Kemur í ljós á morgun hvort KA komist áfram í Meistaradeildinni